Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 27. febrúar og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:

-Hrönn Björgvinsdóttir skellti sér í Freyvangsleikhúsið og sá sýninguna Dagbók Önnu Frank og skrifar leikdóm um sýninguna.

-Bæjaryfirvöld skoða nú þann möguleika að breyta bílastæðamálum í miðbæ Akureyrar og að taka upp gjaldskyldu í stað klukkustæðis. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin í málinu. Pétur Ingi Haraldsson, sviðsstjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar, segir að verið sé að meta kosti og galla gjaldskyldu.

-Raftækjaverslunin Elko stefnir á opnun á Akureyri í sumar eða haust ef áætlanir ganga eftir. Samkvæmt upplýsingum blaðsins verður verslunin í sirka 800 fermetra rými og 8-10 starfsmenn.

-Jenný M. Henriksen skrifar áhugaverðan pistil um kaffi.

-Birkir Örn Stefánsson heldur um áskorendapennan þessa vikuna og kemur með áhugaverðan pistil.

-Andrea Eiðsdóttir, viðskiptafræðingur á fjármálasviði Samherja, hefur umsjón með matarhorninu þessa vikuna og kemur með áhugaverðar uppskriftir.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast