Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 13. febrúar og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:

-Skapti Hallgrímsson er þaulreyndur blaðamaður en hann starfaði lengi vel á Morgunblaðinu. Hann er fæddur og uppalinn á Akureyri og hefur séð landsmönnum fyrir fréttum í áratugi. Skapti er mikill íþróttaunnandi og dyggur stuðningsmaður Liverpool. Vikudagur fékk Skapta í nærmynd.

- Stjórn Sundfélagsins Óðins segir það vonbrigði að bygging á nýrri 50 m innisundlaug sé aftarlega í forgangsröðinni hjá Akureyrarbæ þegar kemur að nýbyggingu íþróttamannvirkja. Þá skrifar Dýrleif Skjóldal, sem hefur verið með sundkennslu í Glerárlaug í um 20 ár, og margir þekkja sem Dillusund, grein í blaðið þar sem hún segir bæjaryfirvöld ekki hafa sýnt áhuga á að koma til móts við meiri eftirspurn í sundkennslu.

-Gerður Davíðsdóttir sér um matarhornið þessa vikuna en Gerður starfar sem tannlæknir á Glerártorgi og er fæddur og uppalinn Akureyringur.

-Einar Brynjólfsson fyrrum þingmaður skrifar opið bréf til formanns stjórnar Akureyrarstofu vegna brots bæjarins gegn stjórnsýslulögum þegar ráðið var í stöðu verkefnisstjóra hjá Akureyrarstofu.

-Anna Lilja Gunnlaugsdóttir heldur um áskorendapennann um og kemur með áhugaverðan pistil.

- Handknattleikskonan Katrín Vilhjálmsdóttir stendur í ströngu þessa dagana með liðsfélögum sínum í KA/Þór en þær heyja hetjulega baráttu í Olís-deild kvenna í handbolta og er einnig komið í undanúrslit bikarins, eða svokallað FINAL4. Rætt er við Katrínu í blaðinu.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Þá er áskriftarsíminn 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

 

Nýjast