Vikudagur og Jólablað Vikudags kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Hólmkel Hreinsson sem hefur verið bókavörður á Amtbókasafninu á Akureyri í 22 ár. Hann segist njóta vinnunnar í botn en starfið hafi tekið breytingum í gegnum tíðina. Hólmkell segir bókasafnið gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu en starfsemi þess hafi breyst hin síðari ár. Þegar Hólmkell er ekki að sinna skyldustörfum finnst honum fátt skemmtilegra en eldamennska og ferðalög og þá segist hann vera meiri páskamaður en jólamaður. Vikudagur spjallaði við Hólmkel.
- Framkvæmdir á Glerárskólareitnum á Akureyri verða dýrustu og viðamestu framkvæmdirnar á vegum Akureyrarbæjar á kjörtímabilinu. Áætlað er að framkvæmdir á endurbótum við Glerárskóla, nýjan leikskóla og endurbótum á íþróttahúsinu við Glerárskóla verði tæplega 1,4 milljarður.
- Fjórðungur félagsmanna Einingar-Iðju frestar læknisheimsóknum af fjárhagsástæðum. Þetta eru niðurstöður úr könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir stéttarfélagið og náði til rúmlega 700 félagsmanna.
- Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar 2019 og stakt gjald fyrir fólksbíl er 1.500 kr. Fjallað er ítarlega um opnun ganganna og veggjöldin í blaðinu.
-„Það var allt kolvitlaust í stúkunni og þetta var alveg eins og í gamla daga,“ sagði stuðningsmaður eftir leik Akureyrar og KA í Olís-deild karla í handbolta sem fram fór í Höllinni sl. laugardag. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á staðnum og fangaði stemmninguna.
Jólablaðið
Þá kemur Jólablað Vikudags einnig út í dag en að vanda eru það nemendur í fjömiðlafræði við Háskólann á Akureyri sem vinna blaðið. Þar kennir ýmissa grasa. Meðal efnis í blaðinu:
-Ungfrú Ragnheiður
-Fæddur inn í leiklistina
-Jól Ernu verða erlendis
-Hvaða Mackintoshmoli ert þú?
-Særsta fréttin árið 1918?
-Bæjarstjórinn á Akureyri
-Gluggalistamenn!
-Skrautleg hús
-Lyftingar, jólin og smákökur
Þetta og meira til í Vikudegi og Jólablaði Vikudags í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.