20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikublaðið kemur út í dag
Vikublaðið kemur út í dag og í blaði vikunnar eru áhugarverðir fréttir í bland við viðtöl, mannlíf, menningu og íþróttir.
Meðal efnis í blaðinu:
*Fyrirhugaðar háhýsabyggingar á Oddeyrinni á Akureyri hafa vakið mikið umtal í bænum og verið gagnrýndar. Sömu sögu er að segja af fyrirhuguðum byggingum við Tónatröð. Bæjarbúar hafa undanfarið kallað eftir áliti bæjarfulltrúa á byggingunum bæði á Oddeyri og Tónatröð og fékk Vikublaðið oddvitana í bæjarstjórn Akureyrar til að gefa sitt álit. Spurt var: Hver er þín afstaða varðandi framkomnar hugmyndir um háhýsabyggð á Oddeyrinni og í Tónatröð?
*Meðlimir norðlensku þungarokkshljómsveitarinnar Skálmaldar tilkynntu í lok árs 2019 að þeir hygðust taka sér allt árið 2020 í langþráða pásu og sjá svo til með framhaldið. Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari og textasmiður, ræðir um tónistina frá brúðkaupi sínu sem varð smærra í sniðum en áætlað var og innreið sinni inn á hlaðvarpsmarkaðinn. Missið ekki af næsta blaði.
*Birna Pétursdóttir ásamt Vilhjálmi B. Bragason og Árna Beinteini Árnasyni standa að gamanleiknum Fullorðin sem Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir í Menningarhúsinu Hofi. Sýningin hefur slegið í gegn og fengið fína dóma. Vikublaðið ræddi við Birnu um sýninguna og hana sjálfa.
*Byggðarráð Norðurþing samþykkti á dögunum að skrifa undir fyrirhugað samstarf við Landsvirkjun, Íslandsstofu og atvinnuvegaráðuneytið um grænann iðngarð á Bakka. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir í skriflegu svari til blaðsins að stefnt sé á undirritun samnings á morgun föstudag. Hann fagnar því að verkefnið sé að komast á laggirnar og segir að um gríðarlegt hagsmunamál sé að ræða fyrir sveitarfélagið en ekki síður fyrir landið allt.
*Hollvinir Punktsins handverksmiðstöðvar á Akureyri eru ósáttir við þá ákvörðun Akureyrarbæjar að flytja starfsemina frá Rósenborg og upp í Víðilund þann 1. apríl. Segja Hollvinirnir að með þeirri ákvörðun sé nánast verið að loka starfseminni sem hefur verið í Rósenborg frá árinu 2007. Barbara Hjartardóttir hjá Hollvinum Punktsins segir ákvörðunina þvert á loforð bæjaryfirvalda.
*Halldóra K. Hauksdóttir tók áskorun frá Ingibjörgu Isaksen og tekur við keflinu í matarhorninu. Halldóra er fædd og uppalin í sveit á Svalbarðsströnd í Eyjafirði og starfar lögmaður á nýju velferðarsviði Akureyrarbæjar. Hún kemur með nokkrar spennandi uppskriftir.
*Inga Dagný Eydal skrifar bakþanka og Hrafnhildur Karlsdóttir heldur um Áskorandapennann.
Smelltu hér til að gerast áskrifandi.