20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Vikublaðið kemur út í dag
Fyrsta tölublað Vikublaðsins kemur út í dag, fimmtudaginn 2. júlí en um er að ræða nýtt blað í Eyjafirði og Þingeyjarýslum. Áskrifendur gamla Vikudags og Skarps fá nýja blaðið inn um lúguna í dag en blaðið verður einnig fáanlegt í völdum verslunum.
Hægt er gerast áskrifandi með einföldum hætti með því að smella hér.
Meðal efnis í blaðinu:
-Verslunarkjarni mun rísa á Akureyri og vera í anda Korputorgs í Reykjavík.
-Covid-19 heimsfaraldurinn hefur eins og kunnugt er valdið algjöru hruni í komum erlendra ferðamanna til Íslands. Efnahagsleg áhrif vegna þessa eru mikil í Norðurþingi enda ferðaþjónusta verið lykilatvinnuvegur í sveitarfélaginu um langt skeið. Blaðamaður Vikublaðsins fór á stúfana á Húsavík og ræddi við nokkra ferðaþjónustuaðila á svæðinu og spurði út í stöðuna og horfurnar fyrir sumarið.
-Arnór Atlason fyrrum landsliðsmaður í handbolta er staddur á Akureyri þar sem hann eyðir sumarfríinu á sínum heimaslóðum. Arnór er búsettur í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann er aðstoðarþjálfari Álaborgar í úrvalsdeildinni og tekur senn við 19 ára landsliði Dana. Hann nýtur þess að slaka á höfuðstað norðsins. Arnór er Norðlendingur vikunnar.
- Í fjölskylduráði Norðurþings hefur undanfarin misseri mikið verið rætt um stöðu og húsnæðismál frístundastarfs í sveitarfélaginu. Fulltrúar B-lista framsóknar og félagshyggju og E-lista samfélagsins lögðu til á fundi ráðsins í vikunni að hafist verði handa við byggingu sem myndi hýsa félagsmiðstöð, starfsemi Frístundar og ungmennahúss á Húsavík.
-Arnar Árnason heldur um Áskorendapennan um skrifar áhugaverðan pistil.
-Sigmundur Heiðar Svavarsson matreiðslumaður í bjórböðunum á Árskógssandi er matgæðingur vikunnar en hann útskrifaðist sem matreiðslumaður árið 2018 frá Verkmenntaskólanum á Akureyri.
-Sportið er á sínum stað þar sem fótboltinn er í fyrirrúmi. M.a. er rýnt í sumarið hjá Völsungi í karla-og kvennaflokki og sagt frá afreki KA drengja á Orkumótinu.
-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Sundlaug Akureyrar.
Þetta og meira til í Vikublaðinu.