„Vanur því að verkin lifi stutt“
Margeir Dire myndlistarmaður á Akureyri er maðurinn á bak við vegglistarverkið í Vaðlaheiðargöngum sem var sérstaklega málað fyrir síðustu sprenginguna þegar gegnumslag var í síðustu viku. Verkið vakti mikla athygli, enda stórglæsilegt og mikilfenglegt.
Margeir segir verkið hafa verið mikla áskorun en rætt er við hann í nýjasta tölublaði Vikudags sem kom út í gær.