20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
„Útvarpsstöð sem slær með hjörtum fólksins“
Axel Axelsson í stúdíóinu en hann mun stýra morgunþætti alla virka morgna frá 7-10. Mynd/Guðrún Þórsdóttir
Útvarp Akureyri fer formlega í loftið á morgun, föstudaginn 1. desember, kl. 10:00 en útvarpsstöðin sendir út á tíðninni 98.7. Sent verður út allan sólarhringinn, alla daga ársins. Útvarpsstöðin er til húsa að Gránufélagsgötu 4 eða í JMJ-húsinu svokallaða.
Útvarpsmaðurinn Axel Axelsson er maðurinn á bak við útvarpsstöðina en hann hefur undanfarin ár stefnt að opnun norðlensks útvarps.
„Við erum að klára undirbúning þessa dagana og það er mikill spenningur yfir því að útvarpsstöðin sé loksins að fara í loftið,“ segir Axel þegar Vikudagur náði tali af honum í vikunni.
Ítarlega er rætt við Axel Axelsson í Vikudegi sem kemur út í dag.