Tíminn líður hratt - Spurningaþraut #13

Spurningaþraut Vikublaðsins #13

  1. Fáni hvaða þjóðríkis er á myndinni hér að ofan?
  2. Hvaða þrjú lönd munu í sameiningu halda Heimsmeistarakeppnina í fótbolta karla árið 2026?
  3. En hvar verður heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta haldin nú í sumar?
  4. Pálmi Gunnarsson, Helga Möller og Eiríkur Hauksson fluttu fyrsta Eurovision lag Íslendinga, Gleðibankann og hafnaði lagið í 16. sæti. Hver er höfundur lagsins?
  5. Hvað heitir vertinn á Græna hattinum?
  6. Hvaða fyrrum útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins er í dag Þjóðleikhússtjóri?
  7. Í hvaða sýslu er Vopnafjörður?
  8. Jim Henson kom hvergi nálægt því að stofna íþróttafatnaðar framleiðandann Henson á Íslandi, en hvað er Jim þessi frægastur fyrir?
  9. Móðir hans hét Letizia Ramolino og hann var fæddur á Korsíku. Hver er maðurinn?
  10. Þjóðardýr Englands er ljón, þó það sé ekki hluti af fánun landsins. Velska (e. Wales) þjóðardýrið er heldur ekki hluti af fánu þessu, hvert er það?

 --- 

Svör:

  1. Gabon
  2. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó
  3. Ástralíu og Nýja Sjálandi.
  4. Magnús Eiríksson.
  5. Haukur Tryggvason.
  6. Magnús Geir Þórðarson.
  7. Sýslur Íslands eru reyndar ekki lengur opinberlega í gildi sem stjórnsýslueiningar en hér er verið að sigta eftir Norður Múlasýslu.
  8. Hann skapaði Prúðuleikarana.
  9. Napóleon Bónaparte eða Napóleon I.
  10. Velskur dreki.

Hér er að finna spurningaþraut #12

Of hér er þraut #14

Nýjast