Tignarlegt skemmtiferðaskip við höfnina

Skemmtiferðaskipið er tignarlegt að sjá þar sem það liggur við Akureyrarhöfn. Mynd/Þröstur Ernir
Skemmtiferðaskipið er tignarlegt að sjá þar sem það liggur við Akureyrarhöfn. Mynd/Þröstur Ernir

Stærsta skemmtiferðaskip sumarins sem kemur til Akureyrar liggur nú við höfnina en um er að ræða skipið MSC Preziosa. Skipið er engin smásmíði og vegur 140.000 tonn. Eins og einn orðaði það sem barði skipið augum í morgun er Eimskipshúsið eins og „lítill miðasölukofi við hliðina á skipinu.“  

Um borð eru 3.500 farþegar og áhafnarmeðlimir eru 1.400. Mikið líf hefur verið við höfnina og í miðbæ Akureyrar í dag þar sem farþegar spóka sig um.

Nýjast