20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Þúsundþjalasmiður þegar kemur að tónlist
„Árið leggst vel í mig eins og allt sem lífíð bíður upp á. Það er margt að gerast og því ber að fagna!,“ segir Valmar. Ljósmynd/Þröstur Ernir.
Tónlistarmaðurinn Valmar Valjaots flutti til Íslands frá Tallinn í Eistlandi árið 1994 og hefur búið hér á landi í um 26 ár. Tilviljun dró hann hingað til lands á sínum tíma og segir hann það forréttindi að geta lifað sem tónlistarmaður. Hann er sannkallaður þúsundþjalasmiður þegar kemur að tónlist og getur nánast leikið á hvaða hljóðfæri sem er. Valmar er Norðlendingur vikunnar að þessu sinni og situr hér fyrir svörum.