20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
„Þetta er eins og að borða fíl“
Húlladúllan, eða Unnur María Máney, er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona Hún hefur starfað við sirkuslistir og kennslu í Mexíkó, á Íslandi og Bretlandi. Hún hefur mikla reynslu af skapandi barnastarfi. Hún sá m.a. um skipulag og kennslu við Æskusirkus Sirkus Íslands árin 2013 - 2016 og hefur einnig kennt fyrir Kramhúsið, Listdansskóla Hafnarfjarðar, Heilsuskóla Tönju og breska sirkusfyrirtækið Let's Circus.
„Ég verð að viðurkenna að ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ég hefði einhverja samhæfingu til að t.d jöggla en svo kom í ljós að ef maður hefur áhuga þá þarf bara að æfa sig pínulítið á hverjum degi,“ segir hún brosandi og bætir við: „Þá er þetta eins og að borða fíl – einn biti í einu þá hefst þetta. Svo verður maður bara betri í þessu. Það myndast alls konar tengingar í heilanum á manni sem voru ekki þar áður,“ segir Húlladúllan.
Fyrir viku síðan hélt Húlladúllan vikulangt sirkusnámskeið fyrir 13 hressa krakka í Deiglunni og fyrir skemmstu var hún með 17 krakka í Borgarnesi. „Við enduðum á því að sýna heila sýningu opinberlega. Við vorum með í Föstudagsfjöri í Sundlaug Akureyrar, það var rosa gaman. Krakkarnir sýndu trúðaatriði sem þeir sömdu alveg sjálfir, hugmyndin kom alfarið frá þeim. Krakkarnir töluðu saman um atriðið og gáfu hvort öðru nótur og á hverjum degi varð atriðið betra. Inn í þetta atriði settu þau þá sikushæfileika sem þau höfðu verið að læra og fannst skemmtilegast að gera. Svo sýndu krakkarnir nokkur klassísk hópatriði,“ útskýrir Húlladúllan.
Lengra og ítarlegra viðtal við Húlladúlluna má nálgast í prentútgáfu Vikudags.
- Vikudagur, 27, júlí 2017