20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
„Það er alltaf talað um Völla litla á heimilinu“,
Guðrún Kristinsdóttir hættir sem formaður Völsungs í lok júní en hún hefur gegnt stöðunni síðan 2011. Hún hefur þó verið viðloðandi félagið með einum eða öðrum hætti frá því hún flutti til Húsavíkur árið 1986 en hún er Hafnfirðingur og uppalin á Haukasvæðinu. Þess má geta að Haukar eiga sama afmælisdag og Völsungur sem er fjórum árum eldri. Guðrún tók á móti blaðamanni Skarps á heimili sínu fyrir helgi, ræddi um formannsstarfið og breytt landslag í rekstri Völsungs.
Guðrún er gift Ingólfi Freyssyni sem einnig hefur gegnt stöðu formanns Völsungs og þegar hún fyrst kynnist félaginu er tengdafaðir hennar, Freyr Bjarnason (Beysi) formaður. Þau hjónin hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið og verið til taks hvenær sem leitað er til þeirra. „Völli litli var einn af systkinunum en er núna barnið okkar,“ segir Guðrún og hlær. „Það er alltaf talað um Völla litla á heimilinu, að það þurfi að sinna Völla litla.“
Hefur starf formannsins breyst mikið í gegnum tíðina?
„Sjálfsagt hefur það breyst í fyllingu tímans þetta er orðið stórt og mikið starf. Ég held að ég sé að eyða á bilinu 10-15 tímum á viku í þetta sem snýr þá að því að svara tölvupósti, taka símtöl, semja og flytja ræður, og svo auðvitað að vera á kantinum og sinna því sem þarf að sinna. Ég gríp náttúrlega í ýmis verk sem að aðrir komast ekki yfir að gera, verkefnin geta verið margbreytileg,“ segir Guðrún en þegar blaðamann bar að garði var hún nýkomin heim frá því að þrífa íbúð fyrir PCC. „Það var haft samband frá fyrirtækinu og okkur boðið að taka að okkur þrif á íbúðum fyrir starfsmenn. Launin fyrir þessi þrif renna óskipt til styrktar knattspyrnudeildinni. Við erum búin að þrífa einar fjórar íbúðir nú þegar.“
Viðtalið má nálgast í heild sinni í prentútgáfu Skarps
- Skarpur 21. júní