Systur komu færandi hendi í Hvamm

Kristín og Helga Guðrún Helgadætur. Mynd epe.
Kristín og Helga Guðrún Helgadætur. Mynd epe.

Kristín og Helga Guðrún Helgadætur afhentu á fimmtudag Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, peningagjöf að upphæð 902.892 krónur.

Peningarnir söfnuðust á nytjamarkaði sem þær systur stóðu fyrir á Skarðaborg í Reykjahverfi í sumar.

Boðið var upp á tertu í matsal Hvamms við þetta tilefni og Kristín sagði í ræðu að ósk þeirra systra væri að gjöfin yrði nýtt til skemmtunar og afþreyingar fyrir heimilisfólkið. S.s með aðkeyptum tónlistar- og menningarviðburðum.

Tónasmiðjan sá um tónlistaratriði við tilefnið.

Tónasmiðjan Hvammur 2020

Nýjast