20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Svífur um Pollinn á svifnökkva
Svifnökkvi sem þeysist um Pollinn á Akureyri er nýjung í ferðaþjónustu á svæðinu en það er Arinbjörn Kúld sem á heiðurinn af þessari viðbót. Arinbjörn flutti svifnökkvann inn í vor og hóf að bruna með farþega um Pollinn fyrir um tveimur vikum. Hann gerir út frá lítilli sandvík við Leiruveginn og bíður upp á tíu mínútna hring.
„Þetta er alveg nýtt hér á landi og mjög spennandi. Fólk er mjög hrifið af þessu sem hefur prófað að fara í ferð, enda er þetta ólíkt öllu sem hefur verið í boði. Svifnökkvinn svífur yfir vatninu eins og nafnið gefur til kynna og rétt snertir vatnið þegar hann er á ferð,“ segir Arinbjörn.
Arinbjörn stofnaði fyrirtækið Íslandsnökkvar í kringum starfsemina og er í samstarfi við British Hovercraft Company, sem er stærsti framleiðandinn í Evrópu. Arinbjörn hyggst flytja fleiri svifnökkva inn á næstu misserum.
Lengri frétt og viðtal við Arinbjörn um þessa spennandi nýjung má nálgast í prentútgáfu Vikudags.