20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Svaðilför á topp Hraundranga
Hjónin Sævar Helgason og Sara Dögg Pétursdóttir á Akureyri gerðu sér lítið fyrir og klifu Hraundranga í Öxnadal í síðustu viku undir forystu Jökuls Bergmanns fjallaleiðsögumanns. Alls tók ferðin átta og hálfan klukkutíma. Hraundrangi er 1.075 m hár og var fyrst klifinn árið 1956. „Maður er ennþá að vinna úr tilfinningunum eftir þessa ferð,“ sagði Sævar þegar Vikublaðið sló á þráðinn til hans tveimur dögum eftir afrekið. „Ég viðurkenni það alveg að ég hef aldrei verið eins hræddur í lífinu og þarna. Kvöldið áður var ég alveg lystarlaus af stressi og íhugaði að hætta við. En Jökull talaði mig til og við héldum okkar striki og sem betur fer, því þetta var alveg magnað.“