Sumarbúðir í Saltvík: Gleði – Ævintýri - Óvissa
Á föstudag í síðustu viku luku 16 hressar stelpur á aldrinum 10-14 ára fimm daga dvöl í sumarbúðum í Saltvík rétt sunnan Húsavíkur. Í hópnum eru bæði stelpur sem eru þaulvanar að umgangast hesta en einnig aðrar sem aldrei hafa stigið á bak. Þetta er í fyrsta sinn sem sumarbúðir eru starfræktar í Saltvík. Rakel Jóhannsdóttir er einn af skipuleggjendum sumarbúðanna en hún segir að stelpurnar hafi allar verið svakalega ánægðar. Sumarbúðirnar heita Útreiðar & Útivist og eins og nafnið gefur til kynna er áhersla lögð á hestamennsku en einnig náttúruskoðun, föndur og leiki. Þá skellti hópurinn sér í hvalaskoðun á fimmtudag með Norðursiglingu. „Hvalaskoðuninn var klárlega einn að hápunktunum og svo að fara a stökk og sækja egg hjá hænunum,“ segir Rakel. Gildi sumarbúðanna eru Gleði - Ævintýri - Óvissa! En það voru stelpurnar sjálfar sem sömdu þau og segir Rakel að starfið í kringum sumarbúðirnar sé í stöðugri þróun enda bara rétta að byrja