20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Styrkja Krabbameinsfélagið með happdrætti
Glerártorg stendur fyrir happdrætti til styrktar Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis í samstarfi við kaupmenn í verslunarmiðstöðinni. Þetta er í þriðja sinn sem Glerártorg stendur fyrir happdrættinu í sambandi við bleikan október og sem fyrr rennur allur ágóði óskiptur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
„Byrjað var að selja miðana á Bleiku kvöldi Glerártorgs sem haldið var með langri opnun fimmtudaginn 6. október síðastliðinn,“ sagði Edda Rún Ragnarsdóttir markaðsstjóri Glerártorgs í samtali við Vikudag og lagði áherslu á að aðeins yrði dregið úr seldum miðum. Dregið verður 5. nóvember kl. 14:00 á Glerártorgi.
„Það eru kaupmennirnir á Glerártorgi sem gefa vinningana auk þess sem Glerártorg gefur gjafabréf að verðmæti 100 þúsund krónur og heildarverðmæti vinninga er 690 þúsund,“ segir Edda.
Miðarnir eru seldir hjá Sportver, Imperial, Vodafone, Heimilistæki og Pier á Glerártorgi, en yfirlit yfir vinninga má finna á miðunum sjálfum.