20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Starfatorg: Bylting fyrir eldri borgara
Brynja Sassoon er nýflutt til Húsavíkur eftir að hafa búið í Svíþjóð í 30 ár. Þar kynntist hún verkefni sem byggir á því að auka lífsgæði eldra fólks, ekki síst þeirra sem neyðast til að hætta á vinnumarkaði vegna aldurs. Verkefnið snýr að því að aðstoða fólk sem er komið af vinnumarkaði sökum aldurs eða örorku til að taka að sér tímabundin störf á þeirra eigin forsendum. Það er ákveðna tíma á dag, viku eða á mánuði. Eins og kunnugt er, eru ákvæði í sumum kjarasamningum að við ákveðin aldursmörk er starfsmönnum gert að láta af störfum þrátt fyrir að hafa góða heilsu og löngun til að vinna áfram eða vera í hlutavinnu meðan heilsan leyfir. Blaðamaður Vikublaðsins settist niður með Brynju á dögunum og ræddi verkefnið sem hún stýrir í samtarfi við Vinnumálastofnun og Framsýn, stéttarfélag.