Stærsta N1-mótið frá upphafi
Lífið snýst um fótbolta á Akureyri um helgina þar sem tvö stór fótboltamót fara fram og er búist við 7-10.000 manns til bæjarins í tengslum við mótin. Annars vegar er um að ræða Pollamót Þórs og Icelandair á Þórsvelli og hins vegar N1-mót KA sem hefst í dag. Bæði mótin eru nú haldin í 30. sinn.
N1-mótið er það stærsta frá upphafi. Alls verða188 lið og um það bil 1900 drengir, ásamt þjálfurum, liðstjórum og foreldrum, systkinum og jafnvel ömmum og öfum. Þá verða spilaðir alls 792 leikir.