20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Smíðar gamaldags jólatré úr gömlum kústsköftum
Jólablað Vikudags er fylgiblað hins hefðbundna Vikudags. Vikudagur sjálfur er borinn í hús til áskrifenda og seldur í lausasölu eins og endranær en Jólablaðið fer í mun víðari dreifingu. Blaðið var, líkt og undanfarin ár, unnið af nemendum í námskeiðinu Prentmiðlun við Háskólann á Akureyri. Bragi V. Bergmann, hjá FREMRI Almannatengslum, bar ábyrgð á námskeiðinu að þessu sinni og þakkar nemendum sínum gjöfult samstarf og góð kynni. Nemendurnir sem komu að vinnslu blaðsins voru níu talsins, ýmist staðarnemar eða fjarnemar í HA. Átta þeirra eru í fjölmiðlanámi en einn í sálfræðinámi. Vikudagur.is mun birta greinar úr jólablaðinu yfir hátíðarnar.
Smíðar gamaldags jólatré úr gömlum kústsköftum
Stefanía Gerður Sigmundsdóttir starfar sem tæknifulltrúi hjá Skipulagsdeild Akureyrarbæjar en í frístundum sinnir hún áhugamálum sínum, sem meðal annars eru smíðar. Stefanía byrjaði fyrir nokkrum árum að smíða gamaldags jólatré en hugmyndina fékk hún í dönsku jólablaði árið 1987. Má því segja að aðdragandinn hafi verið langur en hún fékk loks aðgang að góðri smíðaaðstöðu þegar hún fór að sækja Punktinn og eignaðist góðan bílskúr.
Danir taka jólin mjög alvarlega
Árið 1982 fluttust Stefanía og eiginmaður hennar, Helgi Jóhannesson, til Danmerkur ásamt börnunum þeirra tveimur og hófu hjónin þar bæði nám. Stefanía segir að Danir taki jólin mjög alvarlega og hafi fjölskyldan tekið upp margar af jólahefðum Dana, sem þau haldi til haga enn þann dag í dag.
Fyrir jólin árið 1987 rak Stefanía augun í mynd af fallegu, rauðu timburjólatré og hugsaði með sér að hana langaði til að smíða svona. Hún klippti út myndina og varðveitti hana í skrifborðsskúffunni í mörg ár. Það var ekki fyrr en þau hjónin fluttu aftur norður 1996 sem hún fór að íhuga verkið aftur.
„Tengdaforeldrar mínir áttu timburtré sem Hermundur, afi Helga, smíðaði. Hjalti mágur minn smíðaði fyrir nokkrum árum smærri útgáfu af því tré og ég hugsaði þá með mér að nú skyldi ég fara að smíða tré líka. Það má því segja að hugmyndirnar hafi komið úr nokkrum áttum. Ég byrjaði á einu tré sem ég átti fyrir sjálfa mig og var það lakkað grænt.“
Stefanía segir að það hafi svo verið fyrir nokkrum árum sem hún ákvað að gera tré fyrir börnin sín öll en þau eru fjögur. „Það fóru tvenn jól í það verkefni. Þetta vatt svo upp á sig og ég hef einnig gefið systur minni, vinum og barnabörnunum heimasmíðuð tré. Barnabörnin fá smærri útgáfur af trjánum en barnabörnin eru orðin 10 talsins og fjölgar ört svo segja má að Stefanía hafi ekki undan að smíða.
Gömul kústsköft undirstaðan
Stofn trésins er gerður úr kústskafti og er renndur í rennibekk. Verður lögunin því „kónísk“. Stefanía segist sanka að sér gömlum kústsköftum héðan og þaðan en efniviðurinn er annars eitthvað sem henni leggst til.
Trén lakkar hún síðan en flest eru þau rauð, græn eða hvít. Tré barnabarnanna hafa þó stundum verið skrautlegri og t.d. verið lökkuð blá. „Ég hef prófað að hvítta nokkur tré en til þess að það gangi upp þarf viðurinn að vera fallegur og allir bútar trésins eins,“ segir Stefanía.
Greinar trjánna eru einnig skreyttar með heimagerðu skrauti en Stefanía hefur saumað, heklað, skorið út og perlað
skrautið sjálf. Kertaklemmurnar og kertin eru þó aðkeypt og hefur hún pantað kertaklemmurnar að utan.
Lærði til verka hjá pabba
„Pabbi minn heitinn var vélstjóri og þúsundþjalasmiður. Hann var mjög handlaginn og féll sjaldan verk úr hendi. Ég var mjög ung þegar ég byrjaði að aðstoða hann og var hans helsti aðstoðarmaður við hin ýmsu verk heima og úti í bílskúr. Það má því segja að ég h
Hún segir að pabbi sinn hafi alltaf klæðst bláum vinnusloppi, sama hversu lítið verkið var. „Í seinni tíð kom pabbi mikið til okkar og dundaði sér í bílskúrnum hjá okkur svo að sloppurinn hékk alltaf þar. Sloppinn fékk ég þegar hann lést og mér finnst mjög notalegt að vera í honum þegar ég er niðri í bílskúr að vinna.afi fljótt lært til verka og fengið verklagið frá pabba,“ segir Stefanía.
Í jólatrjáasmíðinni er maðurinn minn aðstoðarmaður minn og handlangari en það er mjög mikilvægt þegar maður er að vinna, að hafa handlangara!“ segir Stefanía að lokum.
Helga Þóra Helgadóttir