Skemmtistaðir opnir lengur um versló
Bæjarráð Akureyrar hefur ákveðið að veita leyfi fyrir því að skemmtistaðir á Akureyri verða opnir klukkutíma lengur en vanalega yfir verslunarmannhelgina. Er það gert að ósk framkvæmdastjóra Pósthúsbarsins og Cafe Amor fyrir hönd skemmtistaða á Akureyri.
Þannig verður opið til kl. 05:00 aðfaranótt laugardags og sunnudags. Einnig verður opið lengur aðfaranótt föstudags eða til kl. 02:00.