20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Senn koma jólin
Líkt og lóan boðar vorkomu láta starfsmenn Akureyrarbæjar vita af því að hátíð ljóss og friðar er handan hornsins.
Hafist var handa við að koma stjörnunum fyrir á ljósastaurum fyrr í vikunni og ættu þær allar, um 130 talsins að vera komnar á sinn stað nú þegar hún senn rennur sitt skeið.
Jólastjörnur Akureyrarbæjar eru með grenilengjum og led perum og þannig eru þær geymdar á milli ára að sögn Jóns Birgis Gunnlaugssonar verkefnastjóra umhverfismála. Stjörnunar eru tengdar gatnalýsinu bæjarins, þeim er komið fyrir á ljósastaurum við Hörgárbraut, Glerárgötu, Drottningarbraut, Þingvallastræti og við Sunnhlíð.