Samstarf um hestamennsku fyrir fatlaða

Mikil ánægja var á meðal fólks á kynningu hestanámskeiðsins. Mynd/Léttir
Mikil ánægja var á meðal fólks á kynningu hestanámskeiðsins. Mynd/Léttir

Hestamannafélagið Léttir, Hestaleigan Kátur, Akureyrarbæ og Fjölmennt ætla að hefja samstarf um hestamennsku fyrir fatlaða í í Léttishöllinni í vetur. Í vikunni var opin kynning á því sem boðið verður upp á og voru hestar m.a með sérbúnaði til að leyfa þeim sem hafa að prófa að fara á hestabak.

„Þó nokkur fjöldi fólks kom og það var einstaklega ánægjulegt að sjá hve margir fatlaðir einstaklingar óskuðu eftir að fá að prófa að fara á hestabak. Gleðin var fölskvalaus og mikil ánægja er með þetta framtak okkar,“ segir á heimasíðu Léttis.

Á  næstu dögum verður námskeiðið kynnt ennfrekar.

 

Nýjast