Rökkurró í Lystigarðinum

Frá setningu Akureyrarvöku í fyrra.
Frá setningu Akureyrarvöku í fyrra.

Þá er Akureyravaka á næsta leiti. Setning hátíðarinnar fer fram á föstudagskvöld klukkan 21 í rómantísku rökkri Lystigarðsins og mun Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri setja hátíðina.

Sjá einnig: Dagskrá Akureyrarvöku

Fram koma m.a. Norðlenskar konur í tónlist, þær Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir sem fá að þessu sinni karlmanninn Óskar Pétursson til liðs við sig. Þá treður ungkvennakórinn Ísöld upp undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur og gítarleikarinn Dimitrios Theodoropoulos spilar. Einnig verður boðið upp á sirkusfimleika með Kalla og Sigurbjörgu.

Það er því full ástæða til að fjölmenna í Lystigarðinn á föstudagskvöld.

Nýjast