Réttað í Húsavíkurrétt: Myndir
Frístundabændur á Húsavík réttuðu í Húsavíkurrétt í gær sunnudag, þar var margt um fólk og fé og gleðin skein úr hverju andliti eins og meðfylgjandi myndir sýna.
Upphaflega áttu réttirnar að fara fram á laugardeginum en vegna veðurs var þeim frestað til sunnudags. Hægt er að skoða myndirnar í stærri upplausn með því að smella á þær.
Þeir feðgar Jónas Halldór Sigurmundsson og Sigurmundur Friðrik voru samstíga í talningum eins og alltaf, og þeir töldu oft til að vera vissir.
Trausti Aðalsteins kennir ungviðinu að þekkja mörkin.
Píparar og Lundarar voru með marga fulltrúa á sunnudaginn.
Þau voru bæði hröð handtökin og traust við að koma fénu á kerruna.
Kidda Lund leiddist ekki í réttunum.
Ef marka má svipinn á Aðalsteini Á. Baldurssyni eða Kúta, gangnaforingja og formanni húsvískra fjáreigenda þá var hann ánægður með dilkastærð þetta haustið.
Sveinn Freysson dregur dilk á eftir sér, fáir búa yfir jafn mikilli reynslu við meðhöndlun sauðfjárafurða á öllum stigum framleiðsluferlisins.