20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Rapp og gítargoðsögn á Græna hattinum
Björgvin Gíslason gítarleikari með meiri heldur tónleika á Græna hattinum í kvöld og verður með hljómsveit með sér. Nú eru 40 ár síðan fyrsta sólóplata Björgvins Gíslasonar, Öræfarokk, kom út og verður haldið upp þau tímamót á Græna hattinum.
„Björgvin hefur hóað sama hópi úrvalshljóðfæraleikara sem er reyndar sami hópur og var á frábærum afmælistónleikum fyrir 6 árum. Öræfarokk verður tekin fyrir í heild sinni auk þess allra besta sem hefur komið fá þessum frábæra tónlistarmanni,“ segir í tilkynningu. Hljómsveitina skipa Björgvin Gíslason gítar og píanó, Jón Ólafsson hljómborð, Hammond og orgel, Haraldur Þorsteinsson bassi, Ásgeir Óskarsson trommur, Guðmundur Pétursson gítar og Björn Jörundur Friðbjörnsson söngur.
Ekkert lát virðist vera á úgáfu á íslensku rappi þessa dagana og rappunnendur geta vel við unað. „Einir helstu kyndilberar íslensku rappsenunnar,
Úlfur Úlfur, gáfu frá sér einkar vel heppnaða plötu nýverið sem ber nafnið „Hefnið okkar“. Eftir vel heppnaða útgáfu hafa drengirnir verið iðnir við kolann og leikið vítt og breitt hérlendis og erlendis og verða m.a. á mánaðartúr um Evrópu í september. Þangað liggur svo leiðin á Græna hattinn þar sem drengirnir mæta eflaust í fanta formi og bjóða tvisvar sinnum til veglegrar veislu á laugardaginn kemur,“ segir
ennfremur í tilkynningu.
Á laugardaginn 21. október kl. 16.00 verða tónleikar fyrir allan aldurshóp en þar svara þeir kalli um að halda tónleika fyrir yngstu kynslóðina. Um kvöldið eða kl. 22.00 stíga þeir svo aftur á svið.