Opinn fyrirlestur í Deiglunni
San Francisco-búinn og myndlistarmaðurinn Sonja Hinrichsen mun sýna nokkur af sínum verkefnum í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri í dag kl. 17:30.
Þrátt fyrir frekar fjölbreytt efnistök, frá myndbandsinnsetningum til náttúruinngrips, þá er innblásturinn í verkum Sonju náttúrulegt umhverfi og tengir saman rannsóknir hennar á stöðum og menningar- og sögulegi samhengi, segir í tilkynningu.
Sonja mun kynna verkefnið sitt „Snow Drawings“ (Snjóteikningar) þar sem hún leiðbeinir samfélögum við að búa til risavaxnar teikningar í snjódrifnu landslagi með því að ganga mynstur í snjóþrúgum. Hún mun einnig sýna myndbandsinnsetningar og samvinnuverkefni sín alls staðar úr heiminum, frá Kína til Íslands og Evrópu til Bandaríkjanna.
Sonja Hinrichsen lærði í Listaháskólanum í Stuttgart, Þýskalandi, og hlaut mastersgráðu frá Listaháskólanum í San Francisco. Hún hefur sýnt á hóp- og einkasýningum um allan heim. Haustið 2009 vann hún sem gestalistamaður í NorðurCarolina-Charlotte háskólanum þar sem hún kenndi lista/rannsóknarkúrs sem endaði sem listamanna/nemenda sýning. Sumarið 2009 kenndi hún kúrs fyrir Háskólann í Norður Colorado og PlatteForum Denver til að kanna nýjar leiðir til að innleiða list í kennslu.