Nýr framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar

Steindór Kr. Ragnarsson. Mynd/GA
Steindór Kr. Ragnarsson. Mynd/GA

Steindór Kr. Ragnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar. Steindór er félaginu vel kunnugur en hann hefur starfað sem vallarstjóri GA undanfarin 15 ár. Frá þessu er greint á heimasíðu GA.

Steindór tekur við af Heimi Erni Árnasyni sem sagði upp störfum fyrir nokkrum vikum. Heimir sagði í samtali við Vikudag að hans uppsögn tengdist ekki óeiningunni sem ríkir innan GA.

Steindór er menntaður í golfvallafræðum frá Elmwood College í Skotlandi. Hann hefur einnig gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum og er nú formaður Samtaka íþrótta- og golfvallarstarfsmanna á Íslandi.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessari áskorun, hér er mikil uppbygging búin að vera í gangi síðustu ár og verður gaman að fá að vinna enn nánar að frekari framförum,“ segir Steindór á heimasíðu GA. 

Nýjast