Ný plata frá Ásgeiri Trausta
Þingeyingurinn Ásgeir Trausti sem gerði garðinn aldeilis frægan með plötu sinni Dýrð í dauðaþögn gefur út nýja plötu. Platan sem ber nafnið Afterglow kemur út á heimsvísu næstkomandi föstudag.
Nú þegar er hægt að hlusta á plötuna í heild sinni á útvarpsstöðinni NPR í Bandaríkjunum. Ásgeir Trausti hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir nýju plötuna. Einn þeirra hafði á orði að þó það væri ekkert venjulegt við plötuna, þá séu lögin kunnugleg, eins og gamlir vinir, horfnar ástir eða ljúfsárar minningar.
Hér að neðan má hlýða á myndband við eitt lag plötunnar, Stardust en það var Hörður Freyr Brynjarsson sem leikstýrði.