20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Nú styttist í Eina með öllu
Verslunarmannahelgin á Akureyri skartar glæsilegri dagskrá. Ein með öllu er haldin hátíðleg ásamt því að íslensku sumarleikarnir verða endurteknir eins og í fyrra og bjóða upp á góða hreyfingu um helgina. Helgin einkennist af viðburðum sem að öll fjölskyldan getur tekið þátt í.
Hátíðardagskrá er föstudags- og laugardagskvöld á Ráðhústorgi. Hinir vinsælu Sparitónleikar eru á sínum stað til þess að loka hátíðinni með flugeldasýningu og smábátadiskói á pollinum. Allt frá Mömmum og möffins, slökkviliðsmönnum sem ganga í fullum reykköfunarskrúða Eyjafjarðarhringinn, Íslandsmóti í fjallabruni og stórglæsilegum skemmtunum í miðbænum.
Meðal þeirra sem koma fram eru:
Aron Can – 200.000 Naglbítar – Rúnar Eff – Úlfur Úlfur – KK Band – Páll Óskar – Greta Salóme
og 35 hæfileikaríkir einstaklingar til viðbótar.