Mömmur og Möffins færðu fæðingardeildinni veglega peningagjöf
Fulltrúar viðburðarins Mömmur og Möffins sem fram fór um verslunarmannahelgina á Akureyri afhendu fæðingardeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri söfnunarféið í vikunni, rúmlega eina milljón króna. Þetta var í 8. sinn sem viðburðurinn er haldin og hafa samtals um 5,5 milljónir safnast á þessum árum með möffinssölu.
Upphæðin hefur runnið til fæðingardeildarinnar á SAk að undanskildu einu ári þar sem upphæðin fór til Lyflækningardeildarinnar.
Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, yfirljósmóðir á SAk, segir gjöfina ómetanlega.
"Það er ekki sjálfgefið að einstaklingar taki sig saman og leggi á sig alla þessa vinnu sem fylgir svona framtaki. Einnig viljum við þakka styrktaraðilinum fyrir ómetanlegan stuðning. Síðast og ekki síst langar okkur að þakka öllum þeim sem studdu verkefnið með kaupum á þessum dásamlegu bollakökum. Þetta árið ætlum við að kaupa hjartsláttarsírita, samskonar og keyptur var á síðasta ári. Þessi tæki skipta miklu máli varðandi öryggi fæðandi kvenna og ófæddra barna," segir Ingibjörg.