Meira um heimtöku en áður

Sauðfjárbændur sem slátruðu fé sínu hjá Norðlenska í nýliðinni sláturtíð tóku þó nokkuð meira heim a…
Sauðfjárbændur sem slátruðu fé sínu hjá Norðlenska í nýliðinni sláturtíð tóku þó nokkuð meira heim af lömbum en í fyrrahaust

Sauðfjárbændur sem slátruðu fé sínu hjá Norðlenska í nýliðinni sláturtíð tóku þó nokkuð meira heim af lömbum en í fyrrahaust og segir Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri að af því megi draga þá ályktun að þeir ætli sér í ríkari mæli að selja afurðir sínar beint til neytenda. Það flokkist þá sem sala beint frá býli, afurðastöðin sé þeirra vinnsla, en þeir sjái sjálfir um söluna.

Sláturtíð er nýlokið hjá Norðlenska og var alls lógað um 95.500 kindum á Húsavík. Sigmundur segir að aldrei hafi fleira fé verið lógað á einu haust og nú. Meðalþyngd lamba var 16,43 og er tæplega hálfu kílói minni en var haustið 2016.

 Starfsfólk frá 16 þjóðlöndum

 Í nýliðinni sláturtíð starfaði hjá Norðlenska fólk frá 16 þjóðlöndum, fjölbreytileikinn er mikill og skemmtilegur segir Sigmundur, en margt af fólkinu komi ár eftir ár og sé félaginu mikilvægt í sinni starfsemi.

„Verkefni eins og sláturtíð gengur aldrei nema samstarfið sé gott í allar áttir, það er til að mynda nauðsynlegt að skipulag á milli bænda og afurðastöðvar sé sem best til að tryggja sem besta nýtingu á starfsfólki, húsnæði og akstri á fénu. Allt gekk vel að þessu sinni og fyrir það erum við þakklát,“ segir Sigmundur.

 

Nýjast