Léku í auglýsingu með Zlatan

Frá vinstri: Diljá Sól Jörundsdóttir, Atli Björgvinsson, Zlatan, Mist Rúnarsdóttir, Sigrún Jóhannsdó…
Frá vinstri: Diljá Sól Jörundsdóttir, Atli Björgvinsson, Zlatan, Mist Rúnarsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir og umboðsmaður Húsavíkur, Friðgeir Bergsteinsson. Mynd/aðsend

Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að nú stendur yfir heimsmeistaramót í fótbolta karla í Rússlandi þar sem Ísland er meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn í sögunni. Í kvöld ráðast örlög íslenska liðsins þegar lokaleikir D- riðils fara fram. Ísland mætir Króatíu og þurfa að vinna til að eiga möguleika á að komast áfram upp úr riðlinum og jafnframt treysta á hagstæð úrslit í hinum leik riðilsins.

Íslendingar hafa fjölmennt til Rússlands til að hvetja strákana okkar til dáða og meðal þeirra hefur frést af þónokkrum Húsvíkingum.

Tveir þeirra, Atli Björgvinsson og Friðgeir Bergsteinsson vöktu heimsathygli á dögunum þar sem þeir voru að skemmta sér í mesta sakleysi á sérstöku stuðningsmannasvæði; kallað FanFest, í Moskvu eftir leik Íslands og Argentínu (það þarf varla að taka fram að hann endaði 1-1 fyrir Ísland). Internetið fór á hliðina þegar myndir tóku að birtast af þeim félögum ásamt sænsku fótboltagoðsögninni Zlatan Ibrahimović.

Skarpur sló á þráðinn til Atla til að forvitnast um hvað þetta hafi átt að þýða. „Þetta var nú mjög óvænt. Við vorum þarna á fanfestinu ásamt fjölda stuðningsmanna, þá kemur allt í einu ung stúlka og pikkar okkur nokkur út úr þvögunni. Hún spyr hvort við séum ekki til í að leika í smá auglýsingu fyrir sjónvarp og gera eitthvað skemmtilegt."

Viðtalið má nálgast í heild sinni í prentútgáfu Skarps.

- Skarpur, 21. júní

 

Nýjast