Leikviðburður í Hlíðarbæ

Sunna Borg og Saga Jónsdóttir hafa starfað lengi saman.
Sunna Borg og Saga Jónsdóttir hafa starfað lengi saman.

Fimmtudaginn 12. mars  nk. frumsýnir Litla Kompaníið einleikinn „Óvænt uppákoma“ eftir Sögu Jónsdóttur sem einnig flytur verkið og Sunna Borg flytur „Bergljótu” sem er ljóðabálkur eftir Björnstjerne Björnsson við píanóundirleik Alexanders Edelstein. Tónlistin er eftir Edward Grieg í þýðingu Þórarins Eldjárns.

Í einleiknum sem Saga flytur er fullorðin kona að undirbúa komu gesta sem hún hefur boðið til sín í nokkru hasti. Hún rifjar upp og talar um ýmislegt sem á dagana hefur drifið og ástæðuna fyrir boðinu. Ljóðabálkurinn „Bergljót” fjallar um valdabaráttu, mikil örlög og svik. Litla Kompaníið hefur á undanförnum árum staðið fyrir ýmsum atburðum, t.d.  var sett upp leikritið „Borgarinnan” sem fjallaði um Vilhelmínu Lever, fyrstu konuna sem kaus til sveitastjórnar á Íslandi og var sýnt í Samkomuhúsinu á 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Einnig má nefna stuttmyndina „Saman og saman” sem var gerð 2017 og valin á alþjóðlegar kvikmyndahátíðir í Bíó Paradís  og á Rifi.

Saga og Sunna hafa unnið mikið saman undanfarin ár og láta engan bilbug á sér finna. Þá er Alexander Edelstein ungur og efnilegur píanóleikari sem hefur vakið mikla athygli. Næstu sýningar fara fram 13. mars  kl. 20.00, 19. mars  kl. 20.00 og þann 20. mars  kl. 20.00. Takmarkaður sýninga- og sætafjöldi.

Miðasala er hjá MAK.is. Litla Kompaníið er í samstarfi við Leikfélag Akureyrar.

 

 

 

 

 

 

 

Nýjast