20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Króksstaðareið í blíðskaparveðri
Hjalti og Jakob Jónssynir Höskuldssonar tóku þátt í Króksstaðareiðinni og létu sitt ekki eftir liggja við að gera ferðina skemmtilegir, enda báðir miklir gleðimenn.
Mynd – Guðmundur Karl Tryggvason
mth@vikubladid.is
Króksstaðareiðin var um margra ára skeið árlegur viðbuður í lífi hestamanna á Akureyri, en lá um skeið í dvala. Hefðin var endurvakinn við mikinn fögnuð í fyrra. Og aftur nú í vor og var þátttaka góðu, um 80 manns tóku þátt.
Hestamenn safnast saman á Akureyri og ríða saman yfir á Króksstaði, um klukkutíma reið. Þar bjóða húsráðendur, hjónin Helga Árnadóttir og Guðmundur Karl Tryggvason eigendur jarðarinnar ásamt Stefáni Erlingssyni sem þar á hús, upp á gúllassúpu. Helga og Guðmundur Karl búa á Akureyri en hafa hross sín í haga á Króksstöðum, halda þar hænur og rækta matjurtir. Nutu gestir veitinganna í blíðskaparveðri, fögnuðu vorinu og áttu saman gæðastund í góðum hóp.