Kraftur og Akureyringar perla armbönd

Sunnudaginn 6. maí milli kl. 13 og 17 verður Kraftur með perluviðburð í Íþróttahöllinni Akureyri og eru allir Akureyringar hvattir til að koma og leggja hönd á plóg. Nýverið fór Kraftur til Vestmannaeyja og perlaði með Eyjamönnum og ÍBV, þar sem öll eyjan sýndi stuðning í verk og perlaði með Krafti. Samtals voru 1538 armbönd perluð og eftir viðburðinn skoruðu Eyjamenn á Akureyringa og íþróttafélögin þar að ná af þeim perlubikarnum.

„Nú er um að gera að taka höndum saman og mæta í Íþróttahöllina á sunnudaginn og perla armbönd til styrktar Krafti. Armböndin eru í íslensku fánalitunum og sýna einnig samstöðu með íslenska fótboltaliðinu á HM. Armböndin eru með áletruninni „Lífið er núna“ og eru auðveld í samsetningu svo að allir geta tekið þátt, börn sem fullorðnir.

Sem stendur er Perlubikarinn í höndum Eyjamanna en nú geta Akureyringar náð honum af þeim en Perlubikarinn hljóta þeir viðburðarhaldarar sem að ná að perla sem flest armbönd,“ segir í tilkynningu.

Kraftur hvetur alla Akureyringa sem og leikmenn og stuðningsmenn allra íþróttafélagana að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni. Öll armböndin eru perluð í sjálfboðavinnu og því mikil hugsjón bakvið hvert armband. Allur ágóði af sölu armbandanna rennur til Krafts - stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og er hægt að kaupa armböndin líka strax á staðnum.

„Það verður að sjálfsögðu heitt á könnunni og hlakka forráðamenn Krafts til að sjá sem flesta í Íþróttahöllinni við Skólastíg, gengið inn suðurmegin.“

Hægt er að sjá nánari um viðburðinn og skrá sig á hann hér https://www.facebook.com/events/186449098834691

Nýjast