Könguló könguló, vísaðu mér á berjamó...

Sigurbjörg Snorradóttir, berjasérfræðingur Vikudags segir að nóg sé af stórum og fallegum krækiberju…
Sigurbjörg Snorradóttir, berjasérfræðingur Vikudags segir að nóg sé af stórum og fallegum krækiberjum.

Könguló könguló, vísaðu mér á berjamó...

Svona hljómaði vísan en nú er einmitt sá tími árs sem rekast má á berjatínslufólk vappandi um með fötur og bauka hvar sem lyngvaxna þúfu er að finna.

Blaðamaður Vikudags leitaði þó ekki á náðir áttfætlanna berjavísu til að fá sprettufréttir. Haft var samband við Sigurbjörgu Snorradóttur að Krossum 2, Dalvík en hún ku vera meðal fremstu berjasérfræðinga á svæðinu og tínir reiðinnar býsn af berjum ár hvert.

Sigurbjörg sagðist vera búin að tína í tæpar þrjár vikur þegar blaðamaður náði tali af henni á þriðjudagskvöld. „Þetta eru bara aðalbláber. Það er mjög lítið af bláberjum eða þau eru allavega sein en aðalbláberin eru mjög góð og nóg af krækiberjum, stórum og fínum,“ segir Sigurbjörg en hún hefur mest tínt nálægt heimaslóðum, í Dalvíkurfjalli og inni á Ársskógströnd. Nánar er fjallað um þetta í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast