„Komin á draumastað í lífinu“
„Þessi tími var virkilega erfiður. Ég var þrítug í blóma lífsins og á fullu í öllu, en allt í einu var fótunum algjörlega kippt undan mér,“ segir Stefanía um slysið örlagaríka. Mynd/Þröstur Ernir
Stefanía Guðlaug Steinsdóttir er nýr prestur í Glerárkirkju. Ráðning hennar markar ákveðin tímamót því hún er fyrsti opinberi samkynhneigði prestur Þjóðkirkjunnar. Hún kynntist eiginkonu sinni í námi og segir það hafa verið áfall í fyrstu að falla fyrir konu. Stefanía slasaðist illa við fall af hestbaki fyrir sex árum sem varð til þess að hún endurskoðaði líf sitt og fór í kjölfarið í guðfræðinám.
Vikudagur spjallaði við Stefaníu um nýja starfið, ástina, lífið og tilveruna en nálgast má viðtalið í prentúgáfu blaðsins.