Kjass og Killer Queen á Græna hattinum

Hljómsveitin Kjass verður með tónleika á Græna hattinum í kvöld, fimmtudaginn 18. mars undir yfirskriftinni “Í túninu heima”. Kjass undirbýr um þessar mundir útgáfu á sinni annarri plötu, Bleed´n blend. Þar kveður við nýjan litríkan tón í tónlistinni sem tekur snarpa beygju í átt að poppi og rokki.

Á tónleikunum verður flutt efni af nýju plötunni ásamt eldri verkum. Kjass gaf út sína fyrstu plötu, Rætur, árið 2018 sem hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins. Tónlistarkonan Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir stendur á bak við nafnið Kjass. Hljómsveitina skipa Mikael Máni Ásmundsson gítar, Rodrigo Lopes trommur og Stefán Gunnarsson bassa. Sérstakur gestur á tónleikunum er sellóleikarinn Ásdís Arnardóttir, bæjarlistamaður Akureyrar. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Forsalan er hafin á grænihatturinn.is. Í túninu heima er tónleikaröð sem er styrkt af Menningarsjóði Akureyrarbæjar.

Á föstudags- og laugardagskvöld er það hljómsveitin Killer Queen sem er með tónleika og hefjast þeir kl. 21.00.

 

Nýjast