20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði
Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA föstudaginn 1.desember sl. Þetta var í 84. skipti sem KEA veitir styrki úr sjóðnum og fór úthlutunin fram í Ketilhúsinu á Akureyri. Auglýst var eftir styrkjum í október síðastliðnum og bárust tæplega 200 umsóknir. Úthlutað var 15 milljónum króna til 64 aðila.
Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefni, Rannsókna- og menntastyrkir og Íþrótta- og æskulýðsstyrkir.
Í flokknum Menningar- og samfélagsverkefni hlutu 20 aðilar styrki, samtals 2,6 milljónir króna.
- Soroptimistaklúbbur Akureyrar – Til að halda ráðstefnu, Norræna vinadaga í júni 2018, þar sem fjallað er um umhverfismál og orkunýtingu.
- Halldóra Arnardóttir – til að halda yfirlitssýningu “Lífið er LEIK-fimi”, á verkum eftir Örn Inga Gíslason.
- Sumartónleikar í Akureyrarkirku. – Fimm tónleikar í Akureyrarkirkju sumarið 2018 með bæði innlendum og erlendum listamönnum.
- Tónlistarfélag Akureyrar – til að halda uppá 75 ára afmæli félagsins með tónleikum og uppákomum í Hofi í janúar 2018.
- Kirkjukór Laugalandsprestakalls – til að gefa út hljómdisk kórsins.
- Skátafélagið Klakkur - til að halda uppá 100 ára afmæli skátastarfs á Akureyri, annars vegar með sýningu í Minjasafninu og hins vegar með útgáfu á tímariti.
- Menningarfélagið Berg ses – Klassík í Bergi tónleikaröð.
- Innflytjendaráð á Akureyri og nágrenni - Alþjóðlegt eldhús 2018, hátíð sem haldin er til að þátttakendur frá mörgum löndum geti kynnt sína menningu og matreiðslu.
- Sigrún Mary McCormick - Ungur afreksmaður í tónlist, sem er nemandi við Listaháskóla Íslands
- Stúlknakór Akureyrarkirkju - Til að fjármagna utanlandsferð kórsins vorið 2018, þar sem halda á tvenna tónleika.
- Guðbjörg Ringsted - Fyrir sýninguna "Handavinna stúlkna og drengja á síðustu öld" sem verður sett upp í Leikfangasafninu.
- Karlakór Dalvíkur - styrkur fyrir starfsemi kórsins.
- Ungmennafélagið Efling/ Leikdeild Eflingar - Til að kaupa ljósaborð og ljósabúnað fyrir leikdeildina, til að stjórnar ljósum og lýsingu á leikritum.
- Verkefnið Elísabet Ásgrímsdóttir – ef til vill rætast óskir. – Dagskrá með lögum og ljóðum Elísabetar.
- Helga Kvam – Til að setja saman tónlistardagskrá með lögum við verk ljóðskáldsins Huldu.
- Jónborg Sigurðardóttir - Endurvinnsla með börnum á opinberum stöðum í vetur. Markmiðið að kenna börnum að búa til skemmtilega hluti úr endurvinnslu dóti.
- Leikfélag Menntaskólans á Akureyri - Til að setja upp sýninguna Lovestar eftir Andra Snæ Magnason.
- Lishús ses Ólafsfirði - Til að standa fyrir Skammdegishátíð í vetur þar sem 15 alþjóðlegir listamenn munu taka þátt.
- Útgerðarminjasafnið á Grenivík – til almenns rekstrar og þróunar á heimasíðu safnsins.
- Möðruvallaklausturssókn - til að halda uppá 150 ára afmæli sóknarinnar með ýmsum menningarstundum tileinkuðum tónlistarfólki.
Í flokknum Íþrótta- og æskulýðsmál hlutu 20 aðilar styrki, samtals að fjárhæð 7,5 milljónir króna.
- KA aðalstjórn
- Þór aðalstjórn
- Skíðafélag Akureyrar
- Völsungur
- Hestamannafélagið Léttir
- Knattspyrnufélag Fjallabyggðar
- UMFS Dalvík/Reynir
- Akureyri handboltafélag
- Skíðafélag Dalvíkur
- Íþróttafélagið Magni
- Þór KA kvennaknattspyrna
- Fimleikafélag Akureyrar
- Sundfélagið Óðinn
- Skautafélag Akureyrar
- Hestamannafélagið Hringur, Dalvík
- Ungmennafélagið Smárinn, Hörgársveit
- Hestamannafélagið Gnýfari, Ólafsfirði
- Fimleikadeild UMFS Dalvík
- Hestamannafélagið Glæsir, Siglufirði
- Sundfélagið Óðinn, krókódílahópur
Ungir afreksmenn, styrkupphæð kr 150.000.-
- Amanda Guðrún Bjarnadóttir - Golf
- Andrea Mist Pálsdóttir - Knattspyrna
- Anna Rakel Pétursdóttir - Knattspyrna
- Aron Dagur Birnuson - Knattspyrna
- Ásdís Guðmundsdóttir - Handbolti
- Dagur Gautason - Handbolti
- Daníel Hafsteinsson - Knattspyrna
- Dofri Vikar Bragason - Júdó
- Guðmundur Smári Daníelsson - Frjálsar íþróttir
- Kristján Benedikt Sveinsson - Golf
- Snævar Atli Halldórsson - Sund
- Sóley Margrét Jónsdóttir - Kraftlyftingar
- Stefanía Daney Guðmundsdóttir - Frjálsar íþróttir
11 verkefni hlutu styrk í flokknum Styrkir til Rannsókna- og menntamála, samtals 3 milljónir króna
- Margrét Hrönn Svavarsdóttir - Rannsókn um lífstíl, áhættuþætti og sjálfsumönnun einstaklinga með kransæðasjúkdóma.
- Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri - Fjármagna ráðstefnu um samstarf heimila og skóla í Háskólanum á Akureyri.
- Stephanie Barille - PhD project explores the experiences of family separation among transnational immigrant parents in the North of Iceland, with a particular focus on emotions
- Hermína Gunnþórsdóttir - Til að búa til verkfærakistu fyrir grunnskólakennara sem gerir þeim kleift að vinna með íslenskan orðaforða barna af erlendum uppruna.
- Jakob Þór Kristjánsson - Málstofa í tilefni 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Fjallað verður um fullveldishugtakið á breiðum grunni.
- Lars Gunnar Lundsten - Alþjóðleg ráðstefna sem ber yfirskriftina Global Media Literacy in the Digital Age.
- Jenný Gunnbjörnsdóttir/ Miðstöð skólaþróunar við HA - Til að taka þátt í verkefninu "SÖGUR" sem krakkaRÚV stendur fyrir og er markmiðið að auka lestur barna, auka menningarlæsi barna og hvetja börn til sköpunar.
- Borgarhólsskóli - Að beisla hugann - þjónusta við nemendur með ADHD. Til að vinna að frekari uppbyggingu að þekkingarbrunni með gagnlegum upplýsingum fyrir þá sem vinna með börnum með ADHD.
- Hafdís Skúladóttir - Doktorsverkefni til að kanna áhrif verkjameðferðar á þremur endurhæfingadeildum á Íslandi, á líðan og daglegar athafnir.
- Snjallvagninn, Miðstöð skólaþróunar við HA - Koma upp tækjasafni til kennslu í upplýsingatækni og forritun.
- Leikskólinn Iðavöllur, Miðstöð skólaþróunar við HA - Verkefnið heitir; það er leikur að læra íslensku- að koma til móts við foreldra af erlendum uppruna.