Kafar inn á við á sólóplötunni
„Á plötunni leita ég örlítið meira inn á við í textum a.m.k. og lögin eru dýpri. Platan er líklega frekar róleg,“ segir Summi Hvanndal sem er í viðtali í Vikublaðinu.
Tónlistarmaðurinn Summi Hvanndal gaf nýlega út sína fyrstu sólóplötu sem ber nafnið Ljósastaurar lífsins og er hún nú aðgengileg á helstu streymisveitum. Platan var styrkt af Hljóðritasjóði. Summi er einn af Hvanndalsbræðrum sem hafa heillað land og þjóð með spilamennsku undanfarin ár en sveitin hefur gefið út fjölmargar plötur.
Vikublaðið forvitnaðist um sólóverkefni Summa og rabbaði við hann um tónlist en nálgast má viðtalið í prent-og netútgáfu blaðsins.
Smelltu hér til að gerast áskrifandi.