20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
KA vann fjögur brons á NM
Norðurlandameistaramótið í júdó fór fram um liðna helgi en þar átti júdódeild KA fjóra keppendur og vann félagið til fernra bronsverð- launa. Hekla Dís Pálsdóttir keppti í -70 kg flokki í undir 18 ára og undir 21 árs, en í síðara flokknum nældi hún sér í bronsverðlaun.
Edda Ósk Tómasdóttir keppti í -70 kg flokki Veterans (30 ára og eldri) og vann bronsverðlaun. Mótið endaði svo á blandaðri sveitakeppni þar sem Berenika var valin til þess að keppa í -70 og Anna Soffía Víkingsdóttir í +70.
Á vef KA segir að Anna Soffía hafi dregið fram gallann eftir að hafa verið að þjálfa allan laugardaginn og hluta úr sunnudegi. „Hún óð í stelpurnar og vann tvær glímur þar á meðal Norð- urlandameistarann í -78 og því koma allar KA stelpur heim með brons um hálsinn,“ segir á vef KA.