Jólasveinar láta sjá sig á Glerártorgi
Jólasveinarnir ætla að stelast aðeins til byggða og hafa boðað komu sína á svalirnar fyrir ofan innganginn hjá Verksmiðjunni á Glerártorgi á morgun laugardag kl 14:00
Jólasveinarnir verða á staðnum til kl 14:30 og munu taka lagið og bjóða svo öllum krökkum uppá jólamandarínur. Allir eru hvattir til að mæta með jólasveinahúfu og í jólaskapi.