„Í ævarandi skuld við sjúkrahúsið“
„Ég hef alltaf þessa tilfinningu gagnvart sjúkrahúsinu að ég skuldi þeim og verð ávallt þakklátur fyrir það sem starfsfólkið hefur gert fyrir mig,“ segir Jóhannes í ítarlegu viðtali. Mynd/Þröstur Ernir.
Jóhannes Gunnar Bjarnason þekkja flestir sem Jóa Bjarna en hann hefur verið íþróttakennari og handboltaþjálfari á Akureyri í áratugi. Fyrir fimm árum stofnaði hann Hollvinasamtök um Sjúkrahúsið á Akureyri ásamt Stefáni heitnum Gunnlaugssyni. Hollvinir SAk hafa unnið frábært starf í að efla sjúkrahúsið.
Jóhannes þurfti sjálfur að reiða sig á hjálp sjúkrahússins sl. sumar þegar hann slasaðist illa í bílslysi. Vikudagur spjallaði við Jóhannes um Hollvinsamtökin og slysið sem hann er enn að jafna sig á en viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.