Hvanndalsbræður byrja fjörið á Græna á fimmtudagskvöld
Hljómsveitin Hvanndalsbræður fagnar 15 ára starfsafmæli á árinu 2017. Hljómplöturnar eru orðnar 7 sem gefnar hafa verið út og lögin um 80-90 talsins.
Bræðurnir ætla einmitt að spila það besta af þessum plötum fimmtudagskvöldið 3. ágúst á Græna Hattinum. Hljómsveitin hefur aldrei verið eldri og má því reikna með því að þeir þurfi einhverja aðstoð til að komast í gegnum erfiðustu lögin, því treysta þeir einmitt á að áhorfendur taki undir og syngi með.
Það er fátt skemmtilegra en að byrja Versló með Hvanndalsbræðrum á Græna Hattinum.
Tónleikarnir hefjast kl.22.00