„Hef átt mín föll og upprisur“
„Það er rosalega góð tilfinning að sjá lögin mín á einum og sama staðnum og geta handleikið þetta í föstu formi,“ segir Bjarni Hafþór. Mynd/Þröstur Ernir
Bjarni Hafþór Helgason sendi nýlega frá sér veglegt lagasafn sem nefnist Fuglar hugans þar sem öll hans þekktustu lög er flutt í nýjum útsetningum af mörgum okkar fremstu söngvurum. Tónlistin hefur fylgt honum frá barnæsku en hann byrjaði ungur að semja tónlist.
Bjarni Hafþór hefur gengið í gegnum hæðir og lægðir í lífinu og tók þá ákvörðun fyrir nærri tveimur áratugum að hætta að drekka.
Vikudagur settist niður með Bjarna Hafþóri og spjallaði við hann um tónlistina, fjölskylduna, leiðina til betra lífs, fótboltann og afahlutverkið sem hann elskar. Viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.