Guðni Bragason býður upp á tónlistarveislu

Guðni Bragason. mynd/Heiðar Kristjánsson
Guðni Bragason. mynd/Heiðar Kristjánsson

Guðni Bragason og GB Viðburðir standa fyrir þrennum stórtónleikum þar sem efni vísnaplatnanna Út um græna grundu  og Einu sinni var verður flutt.

40 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar Út um græna grundu  og af því tilefni verður tónlistin af þessum plötum flutt í útsetningum Gunnars Þórðarsonar.

Tónlistarstjórn er í höndum Guðna Bragasonar og í leikstjórn Jóhanns Kristins Gunnarssonar. Stórsöngvararnir Kristján Gíslason og Alma Rut Kristjánsdóttir auk 7 manna hrynsveitar, blásara, strengjasveitar, bakradda og barnakór sjá um að koma þessu vel til skila.

„Það er búið að vera draumur lengi að taka þetta efni á tónleikum,“ sagði Guðni í stuttu spjalli við Skarp. „Þetta er svona menningararfur sem allir þekkja og má ekki gleymast. Jóhann Kristinn er leikstjóri í verkefninu en til stendur að vinna efni með tilvitnun í lögin sem við munum varpa upp og nota til að tengja lögin saman og gera þetta svolítið sjónrænt líka.“

Tvennir tónleikar verða í Samkomuhúsinu á Húsavík 6. og 7. október og einir tónleikar í Salnum í Kópavogi 11. nóvember.

Miðasala er hafin á tix.is

Vísna

Nýjast