Gönguskíðavertíðin hafin í Hlíðarfjalli
Búið að opna gönguskíðabrautir í Hlíðarfjalli fyrir almenning. Í boði eru tvær brautir 1,2 km og 3,5 km. Sporað verðu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum þegar veður leyfir. Snjóalög eru með minnsta móti en færið er samt gott.
Hægt er að kaupa gönguskíðakort og dagsmiða á netinu. Ekki þarf að fylla dagsmiðana inn á vasakort heldur er nóg að sýna kvittun í síma ef þess er óskað. Einnig má minna á að forsala vetrarkorta í Hlíðarfjalli er hafin og stendur fram að opnun svæðisins. Kortin eru seld í netsölu á heimasíðu Hlíðarfjalls. Farið er á sölusíðuna með því að smella á gulan takka efst til hægri á síðunni.
Fram hefur komið að stefnt er að því að opna skíðasvæðið 17.desember og jafnvel fyrr ef aðstæður leyfa.