20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Glímir við ólík verkefni í Osló
Hermann Örn Ingólfsson starfar sem sendiherra í Noregi og býr í Osló ásamt fjölskyldu sinni. Hermann og fjölskylda hafa flutt reglulega á milli landa undanfarin ár en líkar vel við lífið í Noregi. Starf sendiherrans er fjölbreytt en auk hefðbundna starfa hefur Hermann einnig þurft að stökkva í óvænt verkefni eins og að gegna hlutverki sparkspekings í fjölmiðlum vegna vinsælda íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.
Í nýjasta tölublaði Vikudags er ítarlegt viðtal við Hermann og forvitnast um líf og starf sendiherrans í Noregi