Fjölskyldusigling á Eyjafirði í blíðskaparveðri

Góður hópur sem skrapp á sjó.  Mynd www.samherji.is
Góður hópur sem skrapp á sjó. Mynd www.samherji.is

Landherji, sem er Starfsmannafélag innan Samherja, efndi í gær til fjölskyldusiglingar á Eyjafirði með uppsjávarveiðiskipinu Vilhelm Þorsteinssyni EA 11.  Áhöfnin tók vel á móti hópnum, sýndi skipið og svaraði fjölmörgum spurningum gesta og kokkurinn sá um að grilla pylsur handa öllum.  Blíðskaparveður var fyrir norðan í gær, þannig að allar aðstæður til að njóta siglingarinnar í góðra vina hópi voru ákjósanlegar.

Alls tók siglingin um tvær klukkustundir, þannig að gestum gafst kostur á að skoða hið glæsilega skip og njóta veitinga um borð.

Skipstjórar framtíðarinnar hugsanlega um borð

„Það er alltaf gaman að taka á móti svona hópum og sýna alla tæknina um borð. Krakkarnir eru líka óhræddir við að bera fram spurningar og satt best að segja getur maður ekki svarað þeim öllum en maður gerir auðvitað sitt besta. Svo er alltaf vinsælt að setjast í skipstjórastólinn og hver veit nema skipstjórar framtíðarinnar hafi verið meðal gesta í þessum stutta en skemmtilega túr,“ segir Birkir Hreinsson skipstjóri.

Það er heimasíða Samherja sem segir frá

 

Nýjast